Wednesday, October 24, 2007

Rembingur!

já, ég er alveg að rembast, rembast í þessum blessaða skóla, rembast við að blogga við og við, rembast við að halda uppi skátastarfi, rembast við að borða hollt og hreyfa mig!
En ég nenni nú ekki að tala um það þessi fáu skipti sem að ég kem hérna inn. Það sem ég nenni hinsvegar að tala um eru rimlagardínur! hvað er málið með rimlagardínur. Það sem að mér finnst verst við þær er það að það er svo svakalega leiðinlegt að þrífa þær, það er alveg bara drep, maður stríkur ekkert bara af rétt í leiðinni af því að maður er með tuskuna á lofti, nei þetta er eitthvað sem að þarf að taka sér bara dag í! Það er annað með rimlagardínur, þegar maður skrúfar fyrir þær þá er hægt að gera það á rétta vegu og ranga vegu. Af hverju myndi fólk skrúfa fyrir þær á ranga vegu? það bara skil ég ekki. Ég hef nú oft rætt þetta við hann unnusta minn og hann bara skilur ekki að þetta sé mér svona mikið mál. Þegar ég fer svo á fætur í morgun með allt á hornum mér af því að það var einhver helvítis andskotans grafa með þvílíkan hávaða hérna fyrir utan klukkan 8 í morgun og ég hafði gert ráð fyrir því að sofa til 9. En jæja, ég kem fram og hvað er það fyrsta sem ég sé, það er dregið fyrir gluggan í stofunni á rangan hátt. jiminn eini ég veit ekki hvert ég ætlaði.

4 comments:

Anonymous said...

hahah Valdís ég vissi ekki að það væri hægt að skrúfa fyrir rimlagardinur á rangan hátt. ætla ekkert að reyna sannfæra þig um neitt í þessum málum, satt að segja hálf smeyk að segja það sem ég ætla að segja, en ef mar skrúfar fyrir á "rangan" hátt kemur birtan ekki jafn mikið inná milli rimlanna;op
hlakka til að sjá þig um jólin og spjalla eins og við eigum lífið að leysa.
Luv Halla

Una said...

Já það er leiðinlegt að þrífa rimlagardínur, það vitum við tvær afar vel! En við ættum að verða orðnar útlærðar eftir allar aðferðirnar sem við prófuðum ;o)

Eh ég held ég dragi stundum fyrir á ranga vegu. Plís ekki vera reið!

Anonymous said...

Hef bara eitt að segja --- HOORRMOOONES ... Hahahaha...:)
BESTU kveðjur Lára :D

Anonymous said...

hehe, ja eg tholi ekki heldur thegar thad er dregid fyrir a rangan hatt! I know the problem, en eg hef kynnst thvilikri uppfinningu her i svithjod (og sviar eru nu ekki framarlega i theim) en thad eru rimlagardinur sem eru innbyggdar i gluggann! ekkert ryk eda ves- bara snilld :)

vänliga hälsningar,
Lilja