En jæja, ég er svo uppveðruð eftir þessi komment (veit að þau hefðu verið 3 ef að það hefði ekki verið eitthvað tölvubögg hjá Þórunni) þannig að ég er bara að hugsa um að koma með aðra færslu! Og í þessari færslu ætla ég að segja söguna af því þegar ég hélt að ég væri gengin af göflunum!
Það var hérna einn morguninn, miðvikudagsmorguninn nánar tiltekið að ég var í fríi í skólanum og ein heima. Þegar ég vakna fer ég fram í eldhús til að fá mér morgunmat og fyrir valinu verður ristað brauð og te. Þegar ég drekk te þá nota ég alltaf örlitla mjólk útí. Eftir að ég er orðin södd og sæl þá geng ég frá því sem ég notaði, set brauðið upp í skáp og mjólkina inn í ísskáp. Þetta er svo sem ekki til frásagnar, nema hvað að svo seinna um daginn ætla ég að fara að næra mig aftur eftir að hafa setið inn í stofu og lært og ég fer inn í eldhús og næ mér í það sem ég ætla að nota og sest niður. Þegar ég er að opna mjólkurfernuna þá fer ég að hugsa, ég kláraði ekki fernuna sem að ég drakk úr í morgun! hmmmmm, ég kíki inn í ísskáp til að athuga hvort að mér hafi bara yfirsést hún (nei við eigum ekki amerískan ísskáp þannig að líkurnar á því eru hverfandi). En hún var ekki þar. Það var þá sem ég fór að velta fyrir mér hvort að allt væri með felldu þarna upp hjá mér! Ég settist bara aftur og fór að borða en ég bara gat ekki einbeitt mér. Ég varð að vita hvernig þetta mjólkurmál væri. Ég stóð upp og ég kíkti inn í alla skápa í eldhúsinu, til að vita hvort að ég hefði kannski sett hana inn óvart. En hún var hvergi. Ég varð að láta mér þá niðurstöðu næga og kláraði að borða. Eftir matinn fór ég svo bara að læra þegar ég fattaði allt í einu hvað varð um mjólkina! Ég mundi það að þegar ég sat inní stofu að læra þá hafði Helgi komið heim og fengið sér að borða, og ég var bara búin að steingleyma því! Jiminn eini hvað ég var glöð að ég væri ekki að ganga af göflunum :)
Nú ætla ég að gera annan villtan hlut, jafnvel villtari en að blogga! Ég ætla í ræktina!
Saturday, October 06, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Ég hef lítið verið á netinu um helgina (fór heim til mömmu og pabba) og sá því ekki færsluna fyrr en í dag.
En bloggið þitt er á lífi!!! Loksins.
Og ég held stundum líka að ég sé að ganga af göflunum. Það versta er að við settum upp þráðlaust net í herberginu okkar (þó við séum hver með sína tenginguna) og svo keypti Kira prentara sem er tengdur inn á netið. En Daniel nær líka netinu okkar og hefur stundam prentað eitthvað frá herberginu sínu. Þá sit ég kannski ein heima og fer allt í einu að heyra dularfull hljóð úr Kiru herbergi. Það var pínu spooky fyrsta skiptið.
Haha, æ maður er stundum svo utan við sig :o)
hei, nú get ég!
Á ég að segja þér? Ég var að kaupa mér lagasafn sem kostaði 12500 krónur! og þegar ég opnaði það er það bilað! svekk! ég er pirruð. ætla að fara að tuða í næstu viku og fá nýtt.
nenni ekki að vera skemmtileg núna
Post a Comment