Árið byrjaði hreint ekki illa, ég komst áfram í hjúkrunarfræði í Háskólanum. Ég var góð með mig, þóttist geta þetta án þess að læra. Þessi vorönn fór í dól og almenna leti. Ég þjáðist af post clausus syndrom sem lýsti sér í því að ég opnaði ekki skólabók alla önnina, ég hlustaði ekki í tímum og ég svaf í sófanum á daginn. Á þessari önn fórum við í verknám og fengum smjörþefinn af því sem við ætlum að vinna við í framtíðinni. Ég byrjaði líka að vinna á elliheimilinu með skólanum og hélt þar áfram um sumarið. Þar líkaði mér vel. Ég grét hluta sumars yfir því að komast ekki á alheimsmót skáta sem var haldið svo stutt frá okkur. Stuttu fyrir mót tókum við Una og Rakel svo skyndiákvörðun um að skella okkur. Ég sé ekki eftir því. Þetta var þó erfið vika, unnum á daginnn í hitanum og sváfum svo í tjaldi og ég með hálf lélega dýnu. Ég fékk vott af kvefi undir lokin og varð hálfdrusluleg. Ég veit ekki hvort að það megi rekja það til þess að ég var nýorðin ólétt og vissi enn ekki af því. Ég hélt svo bara mínu striki í vinnunni þegar heim var komið þangað til í lok ágúst, þá byrjaði ég að æla og ég hætti því ekki fyrr en í oktober. Það var alveg ótrúlega gefandi tími. Ég sem ætlaði að vera svo dugleg að læra, en ég bara gat það ekki því mér var svo óglatt alltaf hreint, og svo þegar ógleðin dvínaði þá var ég komin svo langt á eftir og það var svo margt að gera að það var alveg eins gott að ýta þessu bara áfram á undan sér. Þegar stutt var liðið á haustið var mér boðið að fara til Póllands fyrir fræðsluráð bandalags íslenskra skáta, ég þáði það auðvitað og skemmti mér bara ágætlega þrátt fyrir óendanlega langt ferðalag og ótrúlega vondan mat. En það er alltaf gaman að hafa komið til Póllands ;) svo þaut þessi önn framhjá á óhugnandi hraða og ein versta próftíð sem ég hef upplifað tók við. Það er ekki gaman í próftíðum þegar maður er svona illa undirbúinn. Þess vegna ætla ég að vera svooo dugleg á næstu önn. Svo komu jólin, þau voru góð í faðmi vina og fjölskyldu. Ég var svo að vinna á áramótunum, það er svo sem ekki slæm upplifun. Nú er árið 2008 komið og ég hef bara góða tilfinningu fyrir því.
En þetta var svona stiklað á stóru yfir hvað gerðist á árinu 2007. Árið 2008 verður án efa mun viðburaðrríkara.
En þessi jól hafa verið góð. Við Helgi vorum heima hjá mömmu og pabba á aðfangadagskvöld, það var ágætt að þurfa ekki að hafa áhyggjur af matnum, það er svo öruggt að hann sé góður ef að mamma eldar hann, ætli þetta gerist bara? að þegar maður verður mamma þá læri maður að elda svona góðan mat, það hlýtur að koma í ljós. Svo kom Una og hún er búin að gista á stofugólfinu hjá mér síðustu vikuna, það er búið að vera gott að hafa hana og aðra vini sem hafa að jafnaði aðsetur sitt í borg óttans.
Bis Später...
Friday, January 04, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
"Á næstu önn.." mun rætast á þessari önn, no doubt! ;)
Jei dugleg þú að gera annál! Takk fyrir gestristnina elskan :o) Sjáumst vonandi sem fyrst!
fallegur annáll ;) er viss um að 2008 verður skemmtilegasta ár í heimi :)
farðu vel með þig og bumbulíus mæ darling.
kv frá svíden
Sigrún Harpa
Post a Comment