Já, ég ákvað að gerast svo djörf að ráðast á það ein míns liðs að setja nýtt útlit á síðuna hérna, hitt var orðið þreytt. Mig rekur minni til þess að síðast þegar ég gerði það hafi ég þurft að biðja Unu að hjálpa mér svo að allir linkarnir týndust ekki, en nú er þetta orðið algjörlega imbafrítt, og sko mig, mér tókst þetta! Ástæðan fyrir því að ég fór í þetta algjörlega þarfaverk í dag var sú að í matarpásunni þá ákváðu allir að fara heim, sem er mjög óvanalegt. Þannig að ég var bara ein eftir upp í skóla af því að ég nennti ómögulega heim, þar var ekkert skemmtielgt sem beið mín. Að sitja einn í matsalnum er frekar sorglegt, nema ef maður hefur eitthvað fyrir stafni, því tók ég tölvuna og sökkti mér ofan í þessar breytingar. Það sem er jafnvel sorglegra en að sitja einn í matsalnum er að sitja þar einn og borða, en Þórunn bjargaði mér frá þeim örlögum með því að hringja í mig, þannig að þetta leit nú ekki allt eins illa út og það hljómar ;) En afrakstur þessa hádegishlés var sumsé breytt og betra blogg.
Læt þetta duga í bili, ruslið og draslið hér í íbúðinni minni hreinlega kallar á mig að taka til...
Monday, January 28, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Vááá svaka fínt! Og dugleg þú að gera allt sjálf, án þess að einu sinni minnast á verkefnið við mig. Jiminn hvað þau vaxa hratt úr grasi!
Hahah þú ert ágæt!
En já ég verð þá bara að koma norður víst ég fæ enga mynd :)
Vertu dugleg að blogga svo ég viti nú allavega hvað er að frétta ;)
Ciao - drésa
Post a Comment