Það er svo mikið að gera þessa dagana að maður veit ekki alveg á hverju maður á að byrja! ég er semsagt byrjuð í verknámi á handlækningadeildinni á FSA og ótrúlega er það gaman! Ég er samt líklega eini neminn sem er strax farin að telja niður vaktirnar sem eru eftir, ekki af því að mér leiðist þetta, heldur af því þetta er nú frekar erfitt með sístækkandi bumbu... Það er svo sem ekki skrokkurinn sem segir nei, ég er bara svo ótrúlega lúin þegar ég kem heim að ég þarf að leggja mig 2 - 3 tíma og þrátt fyrir það sofna ég á skikkanlegum tíma á kvöldin!
En þetta er alveg ótrúlega gaman og lærdómsríkt.. ég er búin að fá að setja upp þvaglegg, fara með í segulómun (sem er sko alveg eins og í House!) og margt fleira sem er líklega óviðeigandi að blogga um vegna þagnarskyldu. En vá hvað þetta er krefjandi starf, ekki síður andlega en líkamlega!
Ég sé fram á lónlí helgi, Helgi fór suður með strákunum að sletta úr klaufunum, þetta var það lengsta sem hann fékk að fara á meðan strákarnir stinga svo af til Sölden í fyrramálið. Ætli Helgi komi ekki til baka með einhverjar barnavörur, þar sem þær eru einfaldlega ekki seldar á Akureyri, hvað er málið?
Nú er löngu komið fram yfir háttatíma fyrir bumbur, ætli það sé ekki best að vera úthvíldur fyrir morgundaginn, það getur tekið á að gera ekki neitt...
Saturday, March 01, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Ég sé að þú hefur ákveðið að gera þetta svona "mánaðarlegt" að blogga ;)
Vertu nú dugleg að blogga svo maður geti nú fylgst rækilega með ... var nú aldeilis gaman að hitta ykkur um daginn!
Farðu vel með þig og "þína" !
kv , andrea ;)
... Gúbbý var hér... :o)
Hæ hæ vildi bara kvitta fyrir mig. Hlakka til að koma og kíkja á ykkur og erfingjan í apríl :) ohh það eru allir orðnir svo mikið fullorðins!!
En ég bið að heilsa Helga!
Hilsen frá Köben
Blessuð og sæl...hvernig væri nú að skella inn einnri bumbu mynd fyrir þá sem búa erlendis og hitta þig ekkert:)
Post a Comment