Ég fór í búð í gær. Verslaði bara þetta helsta, var komin með vel í körfuna þegar ég fór að kassanum og hugðist borga. Þetta gekk allt sinn vanagang og ég týndi vörurnar á færibandið og borgaði svo, en þótti þetta svo frekar dýrt miðað við það sem ég keypti. Þegar ég kom heim fór ég að skoða kvittunina og sá þá að harðfiskurinn sem ég hafði hent í körfuna í mesta sakleysi mínu kostaði 2500 krónur! Hvernig má það vera, það er bara fjárfesting að kaupa harðfisk... úff, ég tími varla að borða hann!
Æ, tók mér svo langa bloggpásu þegar ég fór í slúðursímtal við Þórunni að ég datt úr öllum gír...
Tuesday, March 04, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Þú ert svaka dugleg að blogga elskan! Gaman :o) Um daginn dinglaði kona hér og bauð harðfisk til sölu. Ég var svo svöng að ég bara varð að kaupa hann, en hann kostaði heilum þúsund krónum minna en þinn! Þú verður bara að spara hann til jólanna held ég.
Post a Comment