Þegar ég skrifaði titilinn þá áttaði ég mig á því að ég er farin að syngja svo margt, flestar setningar sem ég segi, ég finn eitthvað lag með þeim. Birkir hefur gaman af því þannig að ég læt hugmyndina um að þetta sé merki um geðveilu sem vind um eyru þjóta.
Síðustu helgi var mikið gaman, mikið stuð. Við fórum á ættarmót hjá fjölskyldunni hans Helga. Það var haldið á Ólafsfirði og endaði svo á sunnudeginum með kaffiveislu í Höllinni (veitingastaður á Ól) í boði Hönnu gömlu sem var áttræð. Þarna voru flestir af nánustu ættingjum Helga mættir og margir hverjir að sjá prinsinn í fyrsta skipti þannig að þetta var heilmikill sýningartúr og auðvitað var fólk yfir sig hrifið af litla frændanum, enda ekki við öðru að búast.
Það er farið að dimma, mann langar bara að vera heima með kveikt á kertum á kvöldin og hafa það gott. Rútínan er farin að heilla mann, en ég held að það sé best að láta sig ekki hlakka of mikið til hennar heldur njóta þessara tveggja vikna sem eru eftir af sumrinu.
Monday, August 11, 2008
Wednesday, August 06, 2008
Sumarið er tíminn..
Já, ég er ekki frá því að þetta sumar sé það besta hingað til! Veðrið hefur svo sem ekkert verið til að hrópa húrra fyrir alla dagana í sumar, en við búum nú á Íslandi og ég er nú bara ánægð með þetta. Ég held að það sé nú ekki hægt að kvarta þar sem við fengum þetta frábæra veður á landsmóti skáta sem var haldið hérna rétt við bæjardyrnar og við familían skelltum okkur í útilegu, fyrstu útileguna hans Birkis. Við vorum í fjölskyldubúðum og það er ekki laust við að það hafi verið hörkustuð! Allavegana hefur það verið ákveðið að þetta verður endurtekið á næsta móti og líklega verður það heldur fjörugra þar sem það voru þrír grísir þarna fæddir 2008 og einn grís fæddur 2007 þannig að það verður stuð þegar þau verða þriggja og fjögurra ára. Svo verða nú kannski fleiri komin í hópinn.
En já, sumarið er bara búið að fara í að knúsast og kúrast og fara út að labba, voðalega notalegt. Ég segji það samt ekki að ég er nú alveg fegin að það er að koma haust, Helgi verður meira heima og ég fer að hafa meiri samskipti við fólk sem getur svarað mér:) Það eru kostir og gallar við haustið, ég fæ beyglurnar mínar aftur norður, en Una, Þórunn og Lilý fara. Það hefur alltaf verið leiðinlegt, en er enn leiðinlegra núna þegar þær missa af svo miklu hjá Birki. En það er bara eins gott að þær verði duglegar að koma norður;)
Ég er núna að læra á fullu, ákvað það í lok júlí að skella mér í eitt ágústpróf. Ásta Lilja er svo dugleg að hún fer út að labba með Birki 2 tíma á hverjum degi á meðan ég sekk mér ofan í glósurnar. Ef að þetta próf fer eins og ég vona þá þarf ég ekkert að sitja áfangann í vetur og létti þar með undir fyrir næstu önn. Það er líka kannski eins gott þar sem ég hef heyrt að hún sé svolítið strembin.
Ofnklukkan hringir og barnið kallar!
En já, sumarið er bara búið að fara í að knúsast og kúrast og fara út að labba, voðalega notalegt. Ég segji það samt ekki að ég er nú alveg fegin að það er að koma haust, Helgi verður meira heima og ég fer að hafa meiri samskipti við fólk sem getur svarað mér:) Það eru kostir og gallar við haustið, ég fæ beyglurnar mínar aftur norður, en Una, Þórunn og Lilý fara. Það hefur alltaf verið leiðinlegt, en er enn leiðinlegra núna þegar þær missa af svo miklu hjá Birki. En það er bara eins gott að þær verði duglegar að koma norður;)
Ég er núna að læra á fullu, ákvað það í lok júlí að skella mér í eitt ágústpróf. Ásta Lilja er svo dugleg að hún fer út að labba með Birki 2 tíma á hverjum degi á meðan ég sekk mér ofan í glósurnar. Ef að þetta próf fer eins og ég vona þá þarf ég ekkert að sitja áfangann í vetur og létti þar með undir fyrir næstu önn. Það er líka kannski eins gott þar sem ég hef heyrt að hún sé svolítið strembin.
Ofnklukkan hringir og barnið kallar!
Tuesday, May 13, 2008
Lífið eftir barnsburð..
Jæja, ætli maður verði ekki að henda hér inn nokkrum línum um það hvernig lífið er að leika mann.
Seinni partinn 21. apríl fór ég að finna verki, ég áttaði mig á því að nú væri þetta að fara að byrja og pakkaði saman skóladótinu því ég sá ekki fram á að læra mikið meira fyrir prófin. Til að gera langa sögu stutta, kom sá stutti í heiminn 15:23, 22. apríl. Reyndar var hann ekkert svo stuttur, hann var 56cm og 4160gr takk fyrir pent. Fæðingin gekk vel og mænudeyfingin bjargaði lífi mínu. Þegar pjakkurinn var svo 6 daga fór ég í fyrsta prófið af 3. Þegar hann var svo tveggja vikna lauk þessu erfiða tímabili í lífi mínu, og ég gat farið að einbeita mér algjörlega að honum. Það var nú ljúft. Ég verð nú að segja að ég get ekki kvartað yfir litla snáðanum þar sem hann sefur bara og drekkur, eitthvað hefur maginn þó verið að angra hann núna síðustu dagana, en almennt er hann bara eins og hugur manns. þegar hann var 17 daga var hann búin að þyngjast um 650gr og ég segji bara geri aðrir betur, hann ætlar greinilega að verða stór og stæðilegur strákur:)
En ég ætla nú ekki að gera þetta að neinni barnalandssíðu, né heldur ætla ég að stofna eina slíka og því verður fólk bara að kíkja í heimsókn til okkar ef þeim langar að hitta kauða, við erum yfirleitt heima en ekki vitlaust að taka upp símann og hringja á undan sér.
Seinni partinn 21. apríl fór ég að finna verki, ég áttaði mig á því að nú væri þetta að fara að byrja og pakkaði saman skóladótinu því ég sá ekki fram á að læra mikið meira fyrir prófin. Til að gera langa sögu stutta, kom sá stutti í heiminn 15:23, 22. apríl. Reyndar var hann ekkert svo stuttur, hann var 56cm og 4160gr takk fyrir pent. Fæðingin gekk vel og mænudeyfingin bjargaði lífi mínu. Þegar pjakkurinn var svo 6 daga fór ég í fyrsta prófið af 3. Þegar hann var svo tveggja vikna lauk þessu erfiða tímabili í lífi mínu, og ég gat farið að einbeita mér algjörlega að honum. Það var nú ljúft. Ég verð nú að segja að ég get ekki kvartað yfir litla snáðanum þar sem hann sefur bara og drekkur, eitthvað hefur maginn þó verið að angra hann núna síðustu dagana, en almennt er hann bara eins og hugur manns. þegar hann var 17 daga var hann búin að þyngjast um 650gr og ég segji bara geri aðrir betur, hann ætlar greinilega að verða stór og stæðilegur strákur:)
En ég ætla nú ekki að gera þetta að neinni barnalandssíðu, né heldur ætla ég að stofna eina slíka og því verður fólk bara að kíkja í heimsókn til okkar ef þeim langar að hitta kauða, við erum yfirleitt heima en ekki vitlaust að taka upp símann og hringja á undan sér.
Friday, April 11, 2008
Monday, April 07, 2008
Alveg punkteruð!
Já, ég er sko alveg búin á því!
Ég hefði kannski átt að vera að læra í dag, en ákvað að gera það ekki, við sjáum til seinna hversu gáfuleg ákvörðun það var. Ég tók daginn snemma og fór í mæðraskoðun, voooonandi þá síðustu, og fór svo í klippingu og litun, ekki vil ég nú að barnið kynnist mömmu sinni ljótri;)
Þegar ég kom svo heim upp úr hádegi var mér alveg nóg boðið draslið hérna svo ég ákvað að vaska upp og gera aðeins heimilislegra hérna. Áður en ég vissi af var ég búin að vaska upp, þrífa ruslaskápinn, taka ísskápinn í gegn, henda öllu út úr forstofunni - þrífa og inn með allt aftur, taka til í blaðakörfunni, búa um og skúra inn í svefnherbergi, þurrka af í stofunni, þvo 3 vélar og hengja út og brjóta saman, þrífa baðherbergið og skúra alla íbúðina og klukkan orðin hálf sex. Þegar ég settist svo loksins niður var ég sveitt og þreytt. Ég er alveg úrvinda núna. Ef að þetta kemur þessu barni ekki út, hvað gerir það þá?
Ég hefði kannski átt að vera að læra í dag, en ákvað að gera það ekki, við sjáum til seinna hversu gáfuleg ákvörðun það var. Ég tók daginn snemma og fór í mæðraskoðun, voooonandi þá síðustu, og fór svo í klippingu og litun, ekki vil ég nú að barnið kynnist mömmu sinni ljótri;)
Þegar ég kom svo heim upp úr hádegi var mér alveg nóg boðið draslið hérna svo ég ákvað að vaska upp og gera aðeins heimilislegra hérna. Áður en ég vissi af var ég búin að vaska upp, þrífa ruslaskápinn, taka ísskápinn í gegn, henda öllu út úr forstofunni - þrífa og inn með allt aftur, taka til í blaðakörfunni, búa um og skúra inn í svefnherbergi, þurrka af í stofunni, þvo 3 vélar og hengja út og brjóta saman, þrífa baðherbergið og skúra alla íbúðina og klukkan orðin hálf sex. Þegar ég settist svo loksins niður var ég sveitt og þreytt. Ég er alveg úrvinda núna. Ef að þetta kemur þessu barni ekki út, hvað gerir það þá?
Wednesday, March 19, 2008
Ahhhh...
Verknámið er búið, enn hvað það er gott! Ég þarf bara að mæta á einn umræðufund núna á eftir og klára annað verkefnið sem fylgir og þá er þetta búið. Ekki það að það muni taka neitt sérstaklega rólegir tímar við. Nú er eins gott að fara að láta hendur standa fram úr ermum og fara að hella sér í námsefnið ef ég ætla að ná þessum blessuðu prófum í vor. Ég ætlaði að vera voðalega dugleg í verknáminu, ég segji svo sem ekki að ég hafi ekki verið dugleg, en þau skipti sem ég hafði einhverja orku eftir daginn var ég að gera verkefni sem tengdust verknáminu. En nú er ég komin í páskafrí og ætti að hafa nægan tíma til að læra, ég er nánast í fríi til 8. apríl, þarf að mæta í skólann 31. mars og svo ekkert aftur fyrr en 8.
Ég nenni ekki að blogga um kreppuna sem allir tala um, ætla bara að segja Guði sé lof að við tókum ekki lán í erlendri mynt eins og við vorum að hugsa um! Þetta er rosalegt.
Jæja, ég ætla að reyna að sóa ekki þessum degi í eitthvað rugl, ég er ekki viss um að ég verði voðalega ánægð ef ég byrja þessa prófatíð í vor vitandi jafn lítið og ég hef oft áður vitað í upphafi prófa.
Ég nenni ekki að blogga um kreppuna sem allir tala um, ætla bara að segja Guði sé lof að við tókum ekki lán í erlendri mynt eins og við vorum að hugsa um! Þetta er rosalegt.
Jæja, ég ætla að reyna að sóa ekki þessum degi í eitthvað rugl, ég er ekki viss um að ég verði voðalega ánægð ef ég byrja þessa prófatíð í vor vitandi jafn lítið og ég hef oft áður vitað í upphafi prófa.
Tuesday, March 04, 2008
Ég fór í búð í gær. Verslaði bara þetta helsta, var komin með vel í körfuna þegar ég fór að kassanum og hugðist borga. Þetta gekk allt sinn vanagang og ég týndi vörurnar á færibandið og borgaði svo, en þótti þetta svo frekar dýrt miðað við það sem ég keypti. Þegar ég kom heim fór ég að skoða kvittunina og sá þá að harðfiskurinn sem ég hafði hent í körfuna í mesta sakleysi mínu kostaði 2500 krónur! Hvernig má það vera, það er bara fjárfesting að kaupa harðfisk... úff, ég tími varla að borða hann!
Æ, tók mér svo langa bloggpásu þegar ég fór í slúðursímtal við Þórunni að ég datt úr öllum gír...
Æ, tók mér svo langa bloggpásu þegar ég fór í slúðursímtal við Þórunni að ég datt úr öllum gír...
Saturday, March 01, 2008
Allt að verða vetlaust...
Það er svo mikið að gera þessa dagana að maður veit ekki alveg á hverju maður á að byrja! ég er semsagt byrjuð í verknámi á handlækningadeildinni á FSA og ótrúlega er það gaman! Ég er samt líklega eini neminn sem er strax farin að telja niður vaktirnar sem eru eftir, ekki af því að mér leiðist þetta, heldur af því þetta er nú frekar erfitt með sístækkandi bumbu... Það er svo sem ekki skrokkurinn sem segir nei, ég er bara svo ótrúlega lúin þegar ég kem heim að ég þarf að leggja mig 2 - 3 tíma og þrátt fyrir það sofna ég á skikkanlegum tíma á kvöldin!
En þetta er alveg ótrúlega gaman og lærdómsríkt.. ég er búin að fá að setja upp þvaglegg, fara með í segulómun (sem er sko alveg eins og í House!) og margt fleira sem er líklega óviðeigandi að blogga um vegna þagnarskyldu. En vá hvað þetta er krefjandi starf, ekki síður andlega en líkamlega!
Ég sé fram á lónlí helgi, Helgi fór suður með strákunum að sletta úr klaufunum, þetta var það lengsta sem hann fékk að fara á meðan strákarnir stinga svo af til Sölden í fyrramálið. Ætli Helgi komi ekki til baka með einhverjar barnavörur, þar sem þær eru einfaldlega ekki seldar á Akureyri, hvað er málið?
Nú er löngu komið fram yfir háttatíma fyrir bumbur, ætli það sé ekki best að vera úthvíldur fyrir morgundaginn, það getur tekið á að gera ekki neitt...
En þetta er alveg ótrúlega gaman og lærdómsríkt.. ég er búin að fá að setja upp þvaglegg, fara með í segulómun (sem er sko alveg eins og í House!) og margt fleira sem er líklega óviðeigandi að blogga um vegna þagnarskyldu. En vá hvað þetta er krefjandi starf, ekki síður andlega en líkamlega!
Ég sé fram á lónlí helgi, Helgi fór suður með strákunum að sletta úr klaufunum, þetta var það lengsta sem hann fékk að fara á meðan strákarnir stinga svo af til Sölden í fyrramálið. Ætli Helgi komi ekki til baka með einhverjar barnavörur, þar sem þær eru einfaldlega ekki seldar á Akureyri, hvað er málið?
Nú er löngu komið fram yfir háttatíma fyrir bumbur, ætli það sé ekki best að vera úthvíldur fyrir morgundaginn, það getur tekið á að gera ekki neitt...
Friday, February 01, 2008
Úff...
Nú er ég alveg punkteruð! Það er nú kannski frekar skrítið þar sem að ég fékk loksins rúm í fyrradag og sef þú ekki lengur á dýnu á gólfinu. Á miðvikudagskvöldið kom Helgi með rúmið ósamansett heim og við fórum í það að koma því saman og auðvitað þurfti að skúra og svona í leiðinni. Við ákváðum þá fyrst að við værum að stússast þetta á annað borð þá myndum við bara taka niður hillurnar í leiðinni þar sem það mun ekki vera pláss fyrir þær þegar barnarúmið kemur. Þá kom upp höfuðverkur um það hvað við ættum eiginlega að gera við allt dótið, myndirnar og bækurnar sem voru í hillunni. Sá höfuðverkur er eiginlega enn til staðar þar sem það er nú bara hérna í stofunni út um allt. Við grynnkuðum svo eitthvað á þessu í gærkvöldi og þegar ég skreið þreytt upp í rúm í gær var það síðasta sem ég sagði við Helga: ég ætla sko að sofa út á morgun.
Í morgun byrjaði síminn minn með læti, ég skyldi ekkert í þessu, hélt að ég hefði óvart stillt vekjaraklukkuna eða eitthvað, en nei, þá var bara verið að hringja í mig úr vinnunni til að athuga hvort að ég gæti tekið aukavakt! Ég og mín samviska gátum ekki sagt nei þannig að ég reif mig á fætur þarna uppúr 7 til að fara að vinna. Þegar ég kom í vinnuna frétti ég það að það höfðu 8 starfsmenn hringt sig inn veika þennan morguninn og það náðist bara að fá 4 á aukavakt. En það var ekki bara starfsfólkið sem lá, heldur er þvílíka magapestin að ganga á deildinni að öðrum gangnum var bara lokað og fólki skipað að halda sig inn í herbergi til að það myndi nú ekki dreyfa þessum óþverra. En sökum þess hvað við vorum fáar gátum við ekki einu sinni baðað þau sem áttu að fara í bað.
Og nú er ég komin heim og er alveg dauðlúin!
Í morgun byrjaði síminn minn með læti, ég skyldi ekkert í þessu, hélt að ég hefði óvart stillt vekjaraklukkuna eða eitthvað, en nei, þá var bara verið að hringja í mig úr vinnunni til að athuga hvort að ég gæti tekið aukavakt! Ég og mín samviska gátum ekki sagt nei þannig að ég reif mig á fætur þarna uppúr 7 til að fara að vinna. Þegar ég kom í vinnuna frétti ég það að það höfðu 8 starfsmenn hringt sig inn veika þennan morguninn og það náðist bara að fá 4 á aukavakt. En það var ekki bara starfsfólkið sem lá, heldur er þvílíka magapestin að ganga á deildinni að öðrum gangnum var bara lokað og fólki skipað að halda sig inn í herbergi til að það myndi nú ekki dreyfa þessum óþverra. En sökum þess hvað við vorum fáar gátum við ekki einu sinni baðað þau sem áttu að fara í bað.
Og nú er ég komin heim og er alveg dauðlúin!
Monday, January 28, 2008
Nýtt útlit..
Já, ég ákvað að gerast svo djörf að ráðast á það ein míns liðs að setja nýtt útlit á síðuna hérna, hitt var orðið þreytt. Mig rekur minni til þess að síðast þegar ég gerði það hafi ég þurft að biðja Unu að hjálpa mér svo að allir linkarnir týndust ekki, en nú er þetta orðið algjörlega imbafrítt, og sko mig, mér tókst þetta! Ástæðan fyrir því að ég fór í þetta algjörlega þarfaverk í dag var sú að í matarpásunni þá ákváðu allir að fara heim, sem er mjög óvanalegt. Þannig að ég var bara ein eftir upp í skóla af því að ég nennti ómögulega heim, þar var ekkert skemmtielgt sem beið mín. Að sitja einn í matsalnum er frekar sorglegt, nema ef maður hefur eitthvað fyrir stafni, því tók ég tölvuna og sökkti mér ofan í þessar breytingar. Það sem er jafnvel sorglegra en að sitja einn í matsalnum er að sitja þar einn og borða, en Þórunn bjargaði mér frá þeim örlögum með því að hringja í mig, þannig að þetta leit nú ekki allt eins illa út og það hljómar ;) En afrakstur þessa hádegishlés var sumsé breytt og betra blogg.
Læt þetta duga í bili, ruslið og draslið hér í íbúðinni minni hreinlega kallar á mig að taka til...
Læt þetta duga í bili, ruslið og draslið hér í íbúðinni minni hreinlega kallar á mig að taka til...
Monday, January 21, 2008
Íslendingar....
Hvað er málið með Íslendinga? stundum skilur maður ekki alveg hvað þeir eru að spá! Í þessu samhengi er ég ekki að tala um það hvernig þeir eru að standa sig í tuðrukasti á EM heldur er ég að tala um Bobby Fischer og allt málið í kringum hann. Að einhver skuli reyna að fá það í gegn að láta grafa kallinn a Þingvöllum við hlið Einars Ben er líklega ein sú fáránlegasta hugmynd sem ég hef heyrt! Halldór Kiljan Laxness er ekki einu sinni grafinn þar, er verið að segja það að Bobby Fischer hafi verið þvílíkur heiðursmaður að hann eigi frekar að vera þarna. Og ekki nóg með það þá var verið að tala um að sjónvarpa athöfninni. Já, við skulum alveg endilega eyða skattpeningum landans í það, ég hefði nú haldið að þeir sem hefðu áhuga á því að fylgja þessum manni til grafar geti bara gert sér ferð og verið viðstaddir útförina. Ég á bara ekki til eitt aukatekið orð yfir þessum fíflaskap. Þessi maður var búinn að vera íslendingur í 2 ár eða eitthvað og ekki borgað svo mikið sem krónu til íslenska ríkisins.
Svo er það annað, forsetakosningar. Það á bara að banna þessum trúð að bjóða sig á móti Ólafi, það er ekkert smá dýrt fyrir landið að fara að halda kosningar sem eru með öllu tilgangslausar því að það veit það hver heilvita maður að hann vinnur ekkert Ólaf. Þetta er bara svooo kjánalegt.
En þeir eru nú að standa sig ágætlega þarna úti í Noregi, komust allavegana áfram í milliriðilinn, þó svo að það hefði nú verið betra að hafa með sér einhver stig. Mætum Þjóðverjum á morgun, vonum bara að þeir massi það.
Svo er það annað, forsetakosningar. Það á bara að banna þessum trúð að bjóða sig á móti Ólafi, það er ekkert smá dýrt fyrir landið að fara að halda kosningar sem eru með öllu tilgangslausar því að það veit það hver heilvita maður að hann vinnur ekkert Ólaf. Þetta er bara svooo kjánalegt.
En þeir eru nú að standa sig ágætlega þarna úti í Noregi, komust allavegana áfram í milliriðilinn, þó svo að það hefði nú verið betra að hafa með sér einhver stig. Mætum Þjóðverjum á morgun, vonum bara að þeir massi það.
Friday, January 04, 2008
Farvel 2007
Árið byrjaði hreint ekki illa, ég komst áfram í hjúkrunarfræði í Háskólanum. Ég var góð með mig, þóttist geta þetta án þess að læra. Þessi vorönn fór í dól og almenna leti. Ég þjáðist af post clausus syndrom sem lýsti sér í því að ég opnaði ekki skólabók alla önnina, ég hlustaði ekki í tímum og ég svaf í sófanum á daginn. Á þessari önn fórum við í verknám og fengum smjörþefinn af því sem við ætlum að vinna við í framtíðinni. Ég byrjaði líka að vinna á elliheimilinu með skólanum og hélt þar áfram um sumarið. Þar líkaði mér vel. Ég grét hluta sumars yfir því að komast ekki á alheimsmót skáta sem var haldið svo stutt frá okkur. Stuttu fyrir mót tókum við Una og Rakel svo skyndiákvörðun um að skella okkur. Ég sé ekki eftir því. Þetta var þó erfið vika, unnum á daginnn í hitanum og sváfum svo í tjaldi og ég með hálf lélega dýnu. Ég fékk vott af kvefi undir lokin og varð hálfdrusluleg. Ég veit ekki hvort að það megi rekja það til þess að ég var nýorðin ólétt og vissi enn ekki af því. Ég hélt svo bara mínu striki í vinnunni þegar heim var komið þangað til í lok ágúst, þá byrjaði ég að æla og ég hætti því ekki fyrr en í oktober. Það var alveg ótrúlega gefandi tími. Ég sem ætlaði að vera svo dugleg að læra, en ég bara gat það ekki því mér var svo óglatt alltaf hreint, og svo þegar ógleðin dvínaði þá var ég komin svo langt á eftir og það var svo margt að gera að það var alveg eins gott að ýta þessu bara áfram á undan sér. Þegar stutt var liðið á haustið var mér boðið að fara til Póllands fyrir fræðsluráð bandalags íslenskra skáta, ég þáði það auðvitað og skemmti mér bara ágætlega þrátt fyrir óendanlega langt ferðalag og ótrúlega vondan mat. En það er alltaf gaman að hafa komið til Póllands ;) svo þaut þessi önn framhjá á óhugnandi hraða og ein versta próftíð sem ég hef upplifað tók við. Það er ekki gaman í próftíðum þegar maður er svona illa undirbúinn. Þess vegna ætla ég að vera svooo dugleg á næstu önn. Svo komu jólin, þau voru góð í faðmi vina og fjölskyldu. Ég var svo að vinna á áramótunum, það er svo sem ekki slæm upplifun. Nú er árið 2008 komið og ég hef bara góða tilfinningu fyrir því.
En þetta var svona stiklað á stóru yfir hvað gerðist á árinu 2007. Árið 2008 verður án efa mun viðburaðrríkara.
En þessi jól hafa verið góð. Við Helgi vorum heima hjá mömmu og pabba á aðfangadagskvöld, það var ágætt að þurfa ekki að hafa áhyggjur af matnum, það er svo öruggt að hann sé góður ef að mamma eldar hann, ætli þetta gerist bara? að þegar maður verður mamma þá læri maður að elda svona góðan mat, það hlýtur að koma í ljós. Svo kom Una og hún er búin að gista á stofugólfinu hjá mér síðustu vikuna, það er búið að vera gott að hafa hana og aðra vini sem hafa að jafnaði aðsetur sitt í borg óttans.
Bis Später...
En þetta var svona stiklað á stóru yfir hvað gerðist á árinu 2007. Árið 2008 verður án efa mun viðburaðrríkara.
En þessi jól hafa verið góð. Við Helgi vorum heima hjá mömmu og pabba á aðfangadagskvöld, það var ágætt að þurfa ekki að hafa áhyggjur af matnum, það er svo öruggt að hann sé góður ef að mamma eldar hann, ætli þetta gerist bara? að þegar maður verður mamma þá læri maður að elda svona góðan mat, það hlýtur að koma í ljós. Svo kom Una og hún er búin að gista á stofugólfinu hjá mér síðustu vikuna, það er búið að vera gott að hafa hana og aðra vini sem hafa að jafnaði aðsetur sitt í borg óttans.
Bis Später...
Subscribe to:
Posts (Atom)