Monday, April 07, 2008

Alveg punkteruð!

Já, ég er sko alveg búin á því!
Ég hefði kannski átt að vera að læra í dag, en ákvað að gera það ekki, við sjáum til seinna hversu gáfuleg ákvörðun það var. Ég tók daginn snemma og fór í mæðraskoðun, voooonandi þá síðustu, og fór svo í klippingu og litun, ekki vil ég nú að barnið kynnist mömmu sinni ljótri;)
Þegar ég kom svo heim upp úr hádegi var mér alveg nóg boðið draslið hérna svo ég ákvað að vaska upp og gera aðeins heimilislegra hérna. Áður en ég vissi af var ég búin að vaska upp, þrífa ruslaskápinn, taka ísskápinn í gegn, henda öllu út úr forstofunni - þrífa og inn með allt aftur, taka til í blaðakörfunni, búa um og skúra inn í svefnherbergi, þurrka af í stofunni, þvo 3 vélar og hengja út og brjóta saman, þrífa baðherbergið og skúra alla íbúðina og klukkan orðin hálf sex. Þegar ég settist svo loksins niður var ég sveitt og þreytt. Ég er alveg úrvinda núna. Ef að þetta kemur þessu barni ekki út, hvað gerir það þá?

4 comments:

Anonymous said...

... og þú ert KASÓLÉTT KONA ?!?! Jahérna hér .. já ég segi það með þér ef það kemur ekki núna hvað þarf þá til ;) en ég fylgist spennt hérna á hliðarlínunni sunnan megin ! Hlakka til að heyra þegar eitthvað fer að gerast ;)

gangi þér vel á lokasprettinum!
kv, andrea

Una said...

Æ þú ert svo dugleg! Takk fyrir að heiðra mig með félagsskap þínum um helgina, hlakka til þegar við hittumst næst :o)

Anonymous said...

Hehe, dugleg. Það er víst algengt svona undir lokinn að komast á eitthvað þrífa-baka-laga til stig.

Unknown said...

Haha þú alveg að fara hamförum, ég frétti líka af einni sem fór að hoppa eins og brjálæðingur til að reyna að losna undan 'álögunum' :P

Good luck girl ;)
bk Lilja